Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 783 svör fundust

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

Nánar

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

Nánar

Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?

Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð. Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn. Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súre...

Nánar

Hve lengi lifa ernir?

Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...

Nánar

Hvaða heimspeki er í The Truman Show?

Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...

Nánar

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

Nánar

Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?

Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...

Nánar

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...

Nánar

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

Nánar

Af hverju er þróunarkenningin til?

Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þ...

Nánar

Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?

Lengsti sannanlegi aldur villtra hrafna (Corvus corax) samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri og endurheimt þegar hann drapst eru 20 ár og 5 mánuðir. Þetta var fugl sem merktur var í Finnlandi. Hrafn (Corvus corax). Hæsta staðfesta aldri álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu náði fugl sem Sverrir Thorstensen merkti s...

Nánar

Hvað er efst á baugi?

Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...

Nánar

Fleiri niðurstöður